
Benedikt Bóas Hinriksson
Articles
-
Mar 31, 2023 |
frettabladid.is | Benedikt Bóas Hinriksson
Peysufatadagur Kvennaskólans verður haldinn í dag. Á þessum degi klæðast nemendur íslenskum þjóðbúningum og syngja og dansa úti um borg og bý. Þetta er ávallt mikill gleðidagur og af mörgum fyrrverandi nemendum skólans talinn einn eftirminnilegasti skóladagurinn þegar þeir líta til baka yfir Kvennaskólaárin sín. Í fyrsta sinn í 102 ára sögu peysufatadagsins mun hópurinn heimsækja Þjóðminjasafnið.
-
Mar 30, 2023 |
frettabladid.is | Benedikt Bóas Hinriksson
Meðhöndlun dýraleifa er í miklum ólestri á Íslandi samkvæmt minnisblaði, sem unnið var af Stefáni Gíslasyni, framkvæmdastjóra Umhverfisráðgjafar Íslands ehf. fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Samband íslenskra sveitarfélaga.
-
Mar 30, 2023 |
frettabladid.is | Benedikt Bóas Hinriksson
Fulltrúar B- og H-lista í framkvæmda- og hafnarnefnd Ölfuss létu bóka að skipulagsleysi um fundartíma tæki út yfir allan þjófabálk. Aðeins þrír fundir nefndarinnar væru búnir að vera á fyrir fram ákveðnum tíma. Þá gagnrýna þau samráðsleysi við meirihlutann. „Við sem sitjum í þessari nefnd fyrir hönd þessara lista, bæði aðal- og varamenn, erum í fullri vinnu og ekki öll í þeirri aðstöðu að geta stokkið til starfa fyrir sveitarfélagið hvenær sem er með stuttum fyrirvara.
-
Mar 29, 2023 |
frettabladid.is | Benedikt Bóas Hinriksson
Dánarorsök af völdum skotvopna er orðin algengasta dánarorsök bandarískra barna. Fleiri börn látast úr skotsárum en látast úr sjúkdómum eða slysum samkvæmt Bloomberg. Alls hafa 9.870 manns látist á þessu ári af völdum skotsára í Bandaríkjunum samkvæmt Gun Violence Archive, sem er gagnagrunnur um fjöldamorð í landinu, þar af voru 338 flokkaðir sem táningar og 60 sem börn. Það þýðir að fimm hafa dáið hvern einasta dag síðan 2023 gekk í garð.
-
Mar 28, 2023 |
frettabladid.is | Benedikt Bóas Hinriksson
Bókauppboði Foldar lýkur í dag en um helmingur bókanna er áritaður af höfundum, stundum til annarra höfunda. Í nokkrum tilfella eru ljóð handskrifuð á eintökin með áritun höfunda. Bækurnar gefa góða mynd af helsta kveðskap síðustu aldar. Meðal bóka sem eru boðnar upp eru Kvæðakver Halldórs Laxness og bækur Einars Braga, áritaðar til Hannesar Sigfússonar og Vilborgar Dagbjartsdóttur.
Try JournoFinder For Free
Search and contact over 1M+ journalist profiles, browse 100M+ articles, and unlock powerful PR tools.
Start Your 7-Day Free Trial →