
Nína Richter
Articles
-
Mar 30, 2023 |
frettabladid.is | Nína Richter
„Það er verið að setja drag-sýningar í sama flokk og klámmyndabíó og strippklúbba,“ útskýrir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði. „Talað er um sýningar þar sem fólk er í klæðaburði sem samræmist ekki þeirra líffræðilega kyni, þykir höfða til annarlega hvata. Þetta er að ákveðnu leyti viðbragð við því sem hefur verið dragdrottningar að lesa fyrir börn, sem er átaksverkefni í að sýna börnum sem kynnu að vera kynsegin að veita þeim jákvæðar og fjölbreytilegar fyrirmyndir,“ segir hún.
-
Mar 29, 2023 |
frettabladid.is | Nína Richter
Mark Zuckerberg og eiginkona hans Priscilla Chan eignuðust dótturina Aureliu í dag. Faðirinn greindi frá tíðindunum á Instagram fyrr í dag. Hjónin eiga fyrir dæturnar August sem er fimm ára gömul, og hina sjö ára gömlu Maximu. Hinn 38 ára gamli Mark Zuckerberg deildi mynd af foreldrunum með nýju dótturinni á Instagram og uppskar mikil viðbrögð á miðlinum.
-
Mar 28, 2023 |
frettabladid.is | Nína Richter
Hrönn Kristinsdóttir, kvikmyndagerðarkona er listrænn stjórnandi Stockfish. Hún ræddi hátíðina í samtali við Fréttavaktina. „Þetta er óhagnaðardrifin hátíð sem er haldin af fagfélögum kvikmyndagerðarmanna, og er með rosalega mikið af fínum myndum auðvitað, sem eru líka aðgengilegar almenningi og fjölbreyttar, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Hrönn. „Svo erum við með bransadaga sem eru sérstaklega fyrir fólkið í faginu.
-
Mar 28, 2023 |
frettabladid.is | Nína Richter
Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks fólksins ritaði þann 4. mars grein þar sem hann kynnti þingsályktunartillögu flokksins sem sneri að því að Íslendingar hættu leshraðamælingum og tækju upp eldri kennsluhætti í byrjendalæsi, svokallaða bókstafa-hljóðaðferð. Eyjólfur vísar þar í álit tveggja breskra vísindamanna, Margaret Snowling og Kate Nation, sem Eyjólfur fullyrðir að hafi svarað fyrirspurn um leshraðamælingra til í vitna viðurvist, þegar þær voru staddar hér á landi á síðasta ári.
-
Mar 28, 2023 |
frettabladid.is | Nína Richter
Urður Arna Ómarsdóttir er förðunarfræðingur, búsett á Seyðisfirði, þar sem snjóflóð hafa fallið síðasta sólarhringinn. Hún er gengin 30 vikur á leið og segist ekki hafa tök á því að sækja viðunandi sérhæfða læknisþjónustu ef eitthvað skyldi koma upp á meðan lokanir eru viðvarandi. Hún lýsir ástandinu sem óþægilegu. „Staðan er betri en í gær, veðrið hefur róast, en það er allt á kafi í snjó.
Try JournoFinder For Free
Search and contact over 1M+ journalist profiles, browse 100M+ articles, and unlock powerful PR tools.
Start Your 7-Day Free Trial →